..Ef ykkur er annt um heilsu ykkar..
Og ójá, þetta var hótun í gegnum internetið.
———————————————-
First off, bækurnar Endymion og The Rise of Endymion eftir Dan Simmons.
Það væri kannski gott að lesa fyrst bækurnar Hyperion og The Fall of Hyperion, en það er í raun ekki nauðsynlegt.
Allavega, þessar tvær bækur.. vá.. þetta er án efa fallegasta, sorglegasta og besta ástarsaga sem ég hef lesið.. Svakalegt. Sci-fi btw! :o
———————————————-
En já.. next up, Wizard's First Rule eftir meistara Terry Goodkind.
Þetta er fyrsta bókin í vaxandi seríu.. samkvæmt minni útgáfu eru komnar 7 og önnur á leiðinni, en það gæti hafa breyst og bókunum fjölgað.. Serían heitir The Sword of Truth og ég er núna að lesa bók númer tvö, Stone of Tears.
Í Wizard's First Rule er fullt af frábærum persónum sem maður verður virkilega ‘fond of’.. Fyndin, sorgleg og aftur er það svakaleg ástarsaga sem ræður för.
———————————————-
Næst langar mig að mæla með bók sem heitir því einfalda nafni Magician og var fyrsta bók Raymond E. Feist.. Vá, ég læt þetta hljóma eins og þið eigið að kannast við hann..
Ekki það að þessi bók ein og sér væri ansi góð ástæða til að kannast við hann…
Allavega, bókin fjallar að mestu leyti um Pug nokkurn, soon-to-be lærling hjá galdramanni við hirð lókal konungfólksins, og líka um framtíð veraldar hans.
Bækurnar sem á eftir komu (auðvitað, bókin rokseldist (djók, það var ábyggilega ekkert bara þess vegna.. (eða hvað?))) eru líka góðar og ég mæli eindregið með þeim. Serían er kölluð The Riftwar Saga.. Í alla staði frábært ævintýri!
———————————————-
Ætli ég skelli ekki inn einni enn, bara svona rétt til að þið haldið ekki að ég hangi bara grenjandi yfir ástarsögum og einhverri álíka þvælu.. :o
Foundation, ójá.. Meistaraverk Isaac Asimov..
Hari Seldon ætlar að bjarga hnignandi heimi frá glötun með því að safna öllum fróðleik sem mannkynið hefur sankað að sér og búið til í eitt feitt safn.. The Encyclopedia Galactica.. En er lausnin sem hann fann svona einföld í rauninni? Þið verðið að lesa þessa seríu, ótrúlegt meistaraverk, eins og ég nefndi áðan.
———————————————-
Rétt svona til að kveðja og wha'eva… ég vona að þetta hafi skilist, skrifið laust uppúr miðnætti og ekki alveg jafn vel lesið yfir og þetta hefði geta verið. :D
Verði ykkur að góðu, þið sem lásuð þetta!