Mig langar að hvetja sem flesta til að lesa ambáttina eftir Mende Nazer og Damien Lewis. Þetta er ótrúleg frásögn og vekur mann svo sannarlega til umhugsuna
Þetta er lífsreynslusaga Mende Nazer sem er af afrískum uppruna. Henni var rænt þegar hún var ca. 12 ára og hún gerð að Ambátt. Hún slapp fyrir um 4 árum, þá 22 ára.
Ég er alltaf að reyna að manna mig up í að lesa hana. Málið er bara að mér líður alltaf svo illa eftir að hafa lesið svona bækur. Ég man enn hvernig mér leið eftir að hafa lesið Hann var kallaður “þetta” og Umkomulausi drengurinn. Ég var í hálfgeru þunglyndiskasti í viku á eftir. Ég á meira að segja erfitt með að hlusta á tónlistina sem ég hlustaði á á meðan ég var að lesa þær, þó að það séu komin um þrjú ár síðan.
hehe, skil þig. mér líður reyndar ekki beint illa eftir að haf lesið svona bækur. en ég geri mér ótrúlega vel grein fyrir því hvað ég hef það gott og mig langar að gera eitthvað til að hjálpa
já vá hún er ekkert smá góð.. æeg fór að gráta oftar en einusinni þegar ég las hana:S alveg svakalegt það sem Mende lennti í. mæli með henni sterklega og hann var kallaður þetta sem er í svipuðum stíl og svo brend lifandi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..