Þetta er bókaflokkur (47 bækur)um ætt Ísfólksins.
Ég vil ekki skemma fyrir þér, en hérna ætla ég að srkifa svolítið úr bókinni:
Fyrir löngu, fyrir mörgum öldum gekk Þengill hinni illi út í eyðimörkina til að selja Satan sál sína.
Hann var ættfaðir Ísfólksins. Þengli var lofað jarðneskum gæðum gegn því að minnst einn afkomandi hans í hverri kynslóð gengi í þjónustu djöfulsins og ynni illvirki.
Þeir áttu að þekkjast á gulum augum og yfirnáttúrulegum krafti. Einhvern tímann átti sá að fæðast, sem réði yfir meiri krafti en nokkru sinni hafði sést á jörðinni.
Bölvunin átti að hvíla á ættinni uns menn fyndu staðinn þar sem Þengill hinn illi gróf niður pottinn, sem hann notaði þegar hann gól seiðinn til að mana fram herra undirdjúpanna.
Svo segir þjóðsagan. Enginn veit hvort hún er sönn.
Um 1500 fæddist maður af ætt Ísfólksins, sem hlaut bölvunina í vöggugjöf. Hann reyndi að vinna góð verk í stað vondra og því var hann kallaður Þengill hinn góði. Sagan er um fjölskyldu hans.
Útskýrði þetta eitthvað?
Allavega. Þetta er um afkomendur Þengils hins illa, allt frá Þengli hinum góða til, ja, ég er víst ekki komin svo langt.
Ísfólkið er að reyna að leysa gátuna um bölvunina til að geta aflétt henni að lokum.
Þetta eru mjög skemmtilegar bækur!
Nothing will come from nothing, you know what they say!