Ég ætla að láta einstakar bækur nægja.
Fimmdægra (eða
Panchatantra á frummálinu) er indverskt sögusafn frá 200 f.Kr.
Ekki er vitað með vissu hver skrifaði sögurnar en oftast er nefndur spekingurinn
Vishnu Sharma. Sögurnar eru margar og jafnt skemmtilegar sem rökréttar;
þetta eru dæmisögur sem og kryfja til mergjar mannlegt eðli og hugsunarhátt.
Meira um það
hér.
Föðurlandið eftir
Robert Harris er fjandi góð bók. Hún fjallar um það hvernig
Þýskaland og heimurinn allur væri nú, ef nasistar hefðu unnið Síðari heimstyrjöld.
Eftirfarandi svar sendi ég hér á korkana fyrr í mánuðinum og gæti innihald þess
gagnast þér:
Ég, Arkímedes, mæli sérstaklega með
Gabriel García Márquez, hinum kólum-
bíska Nóbelsverðlaunahafa.
Hundrað ára einsemd,
Frásögn um margboðað morð,
og
Liðsforingjanum berst aldrei bréf eru afar góðar bækur eftir hann.
Isabel
Allende frá Chile hefur skrifað nokkrar ágætar bækur, sér í lagi
Hús andanna og
nú síðast
Zorró. Hinn brasilíski
Jorge Amado ritaði skondnu smásöguna
Tvenns
konar andlát Kimma vatnsfælna, og einnig
Dauðinn við hafið.