Ég veit það út af því að það er staðreynd.
það er kannski rétt hjá þér, en ef þú þekkir hann ekki, þá finnst mér það reyndar svolítið langsótt að segja að það sé staðreynd. Ég meina jafnvel þó að þú segir það þá þarf ég ekkert að vera viss um að það sé staðreind, en það gæti hinsvegar alveg verið og ég meina þá það, ég hef þá bara rangt fyrir mér, ekkert verra en það hefur skeð, og þú verður svo heppinn að hafa rétt fyrir þér. Það gæti nú ekki verið mikið meira en rétt eða rangt.
svo segiru að Eldest sé eins illa skrifuð og eftir 12 ára barn. Ég verð að játa fyrir þér að mér finnst hún ekkert frábærlega skrifuð, C. Paolini hefur sagt það sjálfur, en langt í frá jafn illa skrifuð og ég trúi að venjulegt 12 ára barn geti skrifað. Ég fyrir sjálfan mig finnst hann ekki vera neitt undarlega hæfileikaríkur á sínu sviðið, mér finnst bara að hver sem er sem getur skrifað 2 vinsæla doðranta hljóti að hafa einhverja hæfileika, en ekki endilega þá að hann hafi skrifað þá svona ungur. Frekar hæfileika í því að segja sögu, frekar en að setja hana niður eins og enskukennarinn hans hefði viljað fá hana. þannig að ég les sögur fyrir sögurnar, en einblíni ekki á það hvort þær eru frábærlega skrifaðar eða ekki.
ég trúi því líka að ef þessi 12 ára krakki sem þú talar um sé þá einstaklega hæfileikaríkur á sínu sviði, því þar mundi ég dæma hann eftir aldrinum, fyrst ÞÚ segir að hann skrifi betur en 20 og eitthvað ára gamall maður skrifar.
með kveðju
Alli J
ps. þetta með að útúrsnúningur sé ekki þess virði, hann getur verið það ef maður hefur gaman af honum, sem ég hef, því að mér finnst þessi svör þín, eins og td. það síðasta, hálf fyndin.
hehe ; ) allt í góðu samt