Ég er forvitin. Hvaða bók/bækur voru uppáhalds bækurnar ykkar þegar þið voruð lítil, ef einhverjar og ef þið munið eftir þeim?

Sjálf var ég einlægur aðdáandi ljóðabókar í anda Tíu lítilla negrastráka sem bar nafnið Tíu litlir hvuttar sem fjallaði, líkt og nafnið bendir til, um tíu litla hvutta sem hverfa einn af öðrum þangað til aðeins einn er eftir-en svo verða þeir aftur tíu og allt endar vel. Þessi bók er ennþá uppi í bókahillu hjá mér og er ekki á leiðinni þaðan í bráð, og þó verð ég átján ára á þessu ári.

Ég hélt líka mikið upp á Depil, en uppáhaldsbókin mín um hann var Depill í feluleik en ég ætla ekki að eyðileggja spennuna fyrir fólki sem ekki hefur lesið hana.

Að lokum ber að nefna meistaraverkið Snúð og Snældu. Ég held ennþá upp á þessar bækur ekki bara vegna söguþráðarins heldur vegna þessara frábæru teikninga sem prýða þær. Ég get ekki valið neina eina af þeim-þær eru allar frábærar. Nokkrar úr þessum flokki hafa einnig prýtt bókaskápinn minn í rúm átján ár og þær eru líka ástæðan fyrir því að kisan mín heitir Snælda-hún þykir með eindæmum lík Snældu í bókunum.

En jæja, best að hafa þetta ekki lengra, annars verður þetta samþykkt sem grein.
Cheerio.