Ég er að fara að gera ritgerð í skólanum og ég mátti velja efnið (en átti að tengjast bók sem við erum að lesa). Ég ákvað að skrifa um nöfn á sögupersónum, hvernig höfundar skapa persónurnar og hafa nöfn sem þýða eitthvað.
Það er hægt að sjá þetta vel í Harry Potter, t.d. að Dumbledore þýðir býflugar (silly nafn á silly persónu) og Narcissia Malfoy (mamma Draco) heitir eftir Narcissos (ég man ekki alveg stafsetninguna) úr grískri goðafræði.
Bókin sem ég var að lesa í skólanum er Skugga-Baldur eftir Sjón. Skugga-Baldur er “vondi kallinn” og nafnið þýðir líka eitthvað slæmt.
Þar sem fólk hér hefur líklega lesið nokkuð mikið af bókum langaði mig að vita hvort þið hafið heyrt um einhverjar fleiri svona persónur eða höfunda sem gera þetta. Mig vantar eiginlega fleiri dæmi um þetta í ritgerðina.
Takk fyrirfram.