Ég verð að lýsa óánægju minni á einum þýðanda á
Íslandi.
Hann ku heita Karl Emil Gunnarsson en
hann þýddi Englar & Djöflar og Blekkingarleikur
(veit ekki með davinci lykilinn en finnst það líklegt).
Þegar ég las englar og djöflar rak ég upp stór augu þegar ég sá nokkrar af villunum, af því sem ég man eftir(mjög langt síðan ég las hana) þá þýddi hann niðurtalninguna vitlaust, þýddi eitthvað í líkingu við þetta: 24:00, 23:13, 24:28, 22:07 (það átti að teljast niður). Hann sagði líka “að skvetta úr skinnsokknum”, ekki að það sé rangt mér fannst það bara mjög kjánalegt. Það voru fleiri dæmi sem ég man ekki eftir (er ekki með bókina).
Í blekkingarleikur segir hann AFTUR “að skvetta úr skinnsokknum”. Er það einkennismerki hans eða? og fleira og fleira af smávægilegum hlutum sem að pirra mann samt.
Í báðum bókunum hefur hann gert stafsetningarvillur og þýðir suma parta mjög “beint” ef það er hægt að lýsa því þannig, semsagt þá er eins og hann líti ekki á samhengið heldur leitar bara í orðabók eftir hverju orði í textanum.
Ég bara varð að koma þessu frá mér.
Takk fyrir mig.