Ég tók eftir því í fyrri kork hérna að aðeins hefur verið rætt um bókina Eragon sem hlaut bókmenntaverðlaun 2005 af starfsmönnum bókaverslanna. Ég kláraði þessa 473 bls bók á stuttum tíma og ég dáðist af henni frá byrjun til enda og er búinn að leita af því hvar og hvenær framhaldið kæmi í verslanir án árangurs.
Framhaldið á sögunni heitir Öldungurinn og ég brenn í skinninu yfir að fá að lesa hana, getur einhver bent mér á hvenær hún sé væntanlega í verslanir? Það væri skemmtilegt að fá að vita það :).