Hefur einhver lesið Beverly Gray bækurnar? Mér finnst þær mjög skemmtilegar en verst finnst mér að það séu bara til 12 í íslenskri þýðingu!! Þær eru sko 26 og ég er ekki að fara að panta einhverjar 14 bækur á amazon eða eitthvað!! ……Glatað….
Stelpu (Beverly) sem fer í háskóla með vinkonu sinni og já….4 fyrstu bækurnar eru um skólagönguna hennar. Þær stofna svona félag ásamt nokkrum öðrum stelpum og þær lenda í einhverjum rosa “ævintýrum” if you know what I mean. Svo eru hinar um lífið eftir skólann í New York og þess háttar. Æðislegar bækur!
Ég vissi ekki einu sinni að það væru til 12 bækur í íslenskri þýðingu og hvað þá að þær væru 26 samtals. Ég las einhverjar örfáar sem ég komst í fyrir nokkrum árum og fannst þær mjög skemmtilegar. Veit samt ekki alveg hvort ég myndi nenna að lesa margar fleiri núna… en kannski maður athugi bara hvað er til. Heitir ekki höfundurinn Clark eða eitthvað svoleiðis?
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.
Ja….ég hef reyndar ekki lesið þær allar einu sinni í íslenskri þýðingu því að bókasafnið sem ég fer á á bara 1, 2, 3, 5 og svo 7 og svo 12 sem mér finnst fáránlegt…en já höfundurinn heitir Clair Blank
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..