Það er ekki nema von að þér hafi þótt Gunnlaðarsaga eftir Svövu leiðinleg ef þú skilur ekki nikkið hans ratatoskar. :)
Hér kemur útskýringin:
ASKUR YGGDRASILS eða askurinn Yggdrasill er miðpunktur heimsins og setur honum takmörk. Greinar hans dreifast um allan heim og ná yfir himinhvelfinguna. Rætur asksins eru þrjár: ein er hjá ásum og undir henni er Urðarbrunnur; ein er hjá jötnum og þar er Mímisbrunnur; loks liggur ein til Niflheims, þar er brunnurinn Hvergelmir og þá rót nagar Niðhöggur. Goðin eiga dómstað sinn við Urðarbrunn, þaðan sem örlaganornirnar koma. Óðinn tekur ráð af Mími við Mímisbrunn og Hel á bústaði sína í Niflheimi. Í Hávamálum segist Óðinn hafa hangið í vindga meiði níu daga og níu nætur til að öðlast visku. Líklega er þar átt við askinn Yggdrasil.
Í greinum asksins situr gríðarstór og vitur örn, milli augna hans situr haukurinn Veðurfölnir. Þar eru einnig fjórir hirtir sem éta barr af trénu, þeir heita Dáinn, Dvalinn, Duneyr og Duraþrór. Loks hleypur þar um íkorninn Ratatoskur og ber öfundarorð milli arnarins og Niðhöggs.