Ég er sammála því að þetta áhugamál sé í svolítilli lægð, efast um að það sé um minnkandi bókaáhuga þar um að kenna, kannski erfitt að halda uppi fjörugum umræðum um bækur/bókmenntir því flóran er mikil og ekki lesa allir það sama og geta kannski þar af leiðandi ekki deilt skoðunum sínum sín á milli.
Því miður er ég ekki með neina galdralausn :)
En ég er svolítið forvitinn um hvað hugverjar séu að lesa þessa dagana ?
Ég er sjálfur að lesa bókina ‘Before the beginning’ eftir Martin Rees. Í stuttu og lausu máli fjallar hún um kenningar Rees' um svokallaða ‘Multiverses’, þeas það var ekki einn big bang, heldur margir, og setur hver alheimur niður sín náttúrulögmál.
Mjög áhugaverð bók sem hefur þann kost að vera aðgengileg, maður þarf ekki að vera háskólamenntaður stjarneðlisfræðingur til að geta lesið og skilið þessa bók.
Endilega póstið lestrarefni ykkar.