Þið hafið e.t.v. öll fengið “Bókatíðindi 2005” í póstinn. Ég gluggaði aðeins í "Þýddar barna-og unglingabækur og fann fullt af bókum sem að ég myndi vilja lesa. Flestar eru framhaldssögur. Ég ætla að gera lista um þær;
Silfurvængur - eftir Kenneth Oppel
Ávítaratáknið - eftir Kaaberbol (framhald af Dóttir ávítarans)
Ljónadrengurinn, Sannleikurinn - eftir Zizou
Corder (þriðja bókin um Ljónadrenginn.)
Spiderwick sögurnar nr 1 og 2 - eftir Tony DiTerlizzi
Artemis Fowl, Blekkingin - eftir Eoin Colfer (fjórða bókin um Artemis Fowl)
Börn Lampans, Iknaton ráðgátan - eftir P.B. Kerr
Stravaganza, Stjörnuborgin - Mary Hoffman (bók nr.2 í þríleiknum Stravaganza)
Jæja þarna kom nú það! Ég á eftir að vara í gegnum afganginn samt. En get ekki beðið eftir að lesa þessar bækur, þeir sem að fengu svona bók ættu að glugga í henni mjög þægilegt. Svo brjótið þið bara horn á blaðsíðunum sem að einhver bók er sem þið viljið lesa!