Chuck Palahniuk
Ég hef nýlokið við að lesa bókina Choke eftir Chuck Palahniuk. Bókin fannst mér frábær og ég var eins og límdur við hana allann tímann sem ég var að lesa hana. Hún er eins og fyrr kom fram eftir höfundinn Chuck Palahniuk sem skrifaði m.a. Fight Club sem var hans fyrsta bók. Hann hefur einnig skrifað Invisible Monsters og Survivor. Ég hef lesið allar bækurnar hans og þær bera vott um gífurlegt ímyndunarafl. Að auki eru þær allar ádeila á nútímann og neysluhyggju. Þessar líklega þær bestu sem ég hef lesið. Ég legg til að þið fylgist með honum í framtíðinni, hann verður líklega súperfrægur, en frægðarstjarna hans er að rísa. Ég vona bara að frægðin spilli honum ekki, hann hefur nefninlega skrifað um fólk sem lendir í frægðinni og spillist. Ef þið hafið ekki lesið einhverja þessarra bóka þá skulið þið fara og ná ykkur í einhverja þeirra. ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ HAFA SÉÐ FIGHT CLUB. Þó að hún hafi verið góð þá er það ekki nóg. Bókin er betri.