Halló :)
Ég er karlmaður eða karlkyns, ekki í minnihluta hóp, sorry ;)
Ég er sammála honum Calcio um það sem hann segir í grein sinni.
Mér finnst mér ekki ógnað á neinn hátt, ég er fylgjandi jafnrétti, rétti sem er í raun blindur á kyn.
Mér finnst bara svo aulalegt af stelpum að berjast ekki á vígvellinum, daglega á vinnumarkaði, í eiginlífi,.. mér finnst málið ekki vera svona sáluhjálparvæl, nú gerist ég sekur um fordóma af einhverju tagi.. ég hef ekki lesið píkutorfuna og dæmi hana því af því sem ég hef séð allt of oft í baráttu kvenna svona í fjölmiðlum.
Konur verða að berjast á vettvangi misréttisins, fólk fær bara viðbjóð af þessu rausi, sem verður smám saman eins og nöldur í fjölmiðlum, mér er ekki ógnað ég tek það fram og mundi ekki tala um mig eins og ég sé í vörn heldur. Ég er bara kominn með viðbjóð, þreyttur, pirraður á þessum aumingjum sem kvennabaráttan samanstendur af.
Konur verða einfaldlega að spila betur á strengi samfélagsins, samfélagið aðlagast konum og konur samfélaginu.
Kvennabaráttan ætti að skipta um gír og fara úr vælutóninum, í stríðsöskrið. Mér finnst konur meðvitaðar um kvennréttindi, oft sjást yfir allar ósýnilegu nægrætnina sem þeim er sýnd daglega. Þær verða þá líka að hætta að þyggja hjálp sem veikara kynið, ef hið veika kyn að að verða jafn sterkt því sterka.
Peace!
Ekki láta þér standa ógn af mér og skoðunum mínum, ekki fara í vörn. ;)
Thank you VeryMuch fyrir hressilegt svar.
Það gleður mig að þér finnst þér ekki ógnað á neinn hátt, án gríns. Eitt af hinu slæma sem kvennabaráttan hefur haft í för með sér er að körlum finnst þeir oft vera settir á einhvern hátt út í horn. Það er þessi helvítis…ef ég má nota það orð…aðskilnaður sem er heiminn að drepa. Með kvennabaráttunni hafa konur oft aðgreint sig um of frá karlmönnum og því er eðlilegt að þeim finnist að þessi barátta sé ekki fyrir þá og jafnvel að henni sé stefnt gegn þeim. Þeir sem berjast fyrir kvenréttindum ( = mannréttindum) verða að gera sér grein fyrir að karlar græða á þeim líka.
Það er satt hjá þér að stelpur eru ekki nógu duglegar að berjast fyrir sig sjálfar. Ungar konur nútímans njóta góðs af baráttu fyrri kynslóða en það er eins og það vilji gleymast að allri baráttu þarf að halda áfram. Sá réttur sem maður fær upp í hendurnar og þarf ekki að berjast fyrir er sá réttur sem maður vanmetur oft og missir ef maður sofnar á verðinum og fer að þykja hann sjálfsagður, þó hann eigi náttúrulega að vera sjálfsagður! Ég held að Píkutorfan veki stelpur og konur til vitundar um þetta.
Ég er meira að segja sammála þér, þó mér þyki leitt að viðurkenna það, að stundum verð ég þreytt á þessu „rausi“. Ef konum er eitthvað misboðið þá er ekki nóg að kvarta og kveina heldur verða menn að sameinast og berjast. Því miður á þetta ekki bara við um íslenskar konur heldur alþýðuna yfir höfuð. Hér ríkir alltof mikið sinnuleysi og við erum of vön því að aðrir berjist fyrir okkur. Ég ætla ekki út í þetta meir enda skrifaði ég pistil um þetta á Alþingi.
Það er kannski full mikið upp í sig tekið að segja að kvennabaráttan samanstandi af aumingjum. Það er ekki gott að alhæfa svona. Stelpurnar í Bríeti eru að vonandi að koma með svolítið annan vinkil á málin og nýjar víddir. Það vantar þó finnst mér svona félag jafnréttissinnaðra, ekki félag sem er bara fyrir konur eða bara fyrir karla, heldur fyrir bæði kynin.
Ég er sammála um að konur þurfa að fara að nota stríðsöskrið og fara að vera duglegri við að vera sýnilegar og tjá sig. Ég segi bara go, girls go. En þið strákarnir megið nú líka alveg öskra með okkur, þið njótið góðs af því líka.
Nú er er búin að tjá mig nóg í bili.
Friður
PS. Mér stendur síður en svo ógn af þér bróðir og ég fann enga þörf hjá mér til að fara í vörn. Ef svo hefði verið þá hefði ég sko hvæst og sýnt þér klærnar ;)
0
Konur hafa sett sér þau gildi að þær eiga að fara eftir “hinni sannri kvenímynd.” Þ.e.a.s sixties konan, þegar karlinn kemur heim úr vinnunni, sest hann upp í hægindastól með pípuna og kvöldblaðið meðan viðkvæma og blíða konan færir honum kaffi og kökur,svo undirbýr hún kvöldmatinn og næsta morgunn verður hún heima að gæta barna og bús meðan karlinn heldur út á vinnumarkaðinn.
Þið kannist öll við þetta,ekki satt?
Þessi ímynd er dauð og rotin. Konan í dag( Þó ekki allar konur,ég er langt því frá að segja það) hefur bara vælt í fjölmiðlum því hún vill ekki skemma þessa sönnu kvenímynd sem hún myndi eyðileggja ef hún myndi gerast einhver stríðsréttindahetja sem hún myndi verða ef hún myndi gera eitthvað róttækt í málunum og þarafleiðandi fylgir hún þeim viðmiðum sem hún heldur að sé best fyrir hana,s.s. hún er hrædd við að kynsystur hennar verði afbrýðissamar út í hana ef hún sé að sýnast vera einhver uppreisnarseggur og smeyk um að um hana verði hressilega slúðrað í öllum saumaklúbbum landsins.(A.T.H þarna er ég kominn í hring um hina viðkvæmu blíðu kvenímynd)
Og svona til viðbótar þá vil ég að þessum veimiltítum sem eru gjarnar að skrifa í velvakanda hverfi. T.d. var ein grein um íslenska fánann sem var aðalþemað á ljósmyndaýningu ara magg þar sem íslenski fáninn var notaður sem klofbót o.s.fr.,og 3 barna húsmóðir (þarna nota ég til áréttingar staðlaða kvenímynd) í vesturbænum sem kvarta undan píkusögum,meðal annars las ég um daginn að einhver konan væri áhyggjufull út af börnunum og unglingunum sem væru að hlusta á allt þetta tal um píkur og píkusögur.
Allt sem er samsett er hverfult
0