Það tíðkast víst oft að það eru skrifaðar bækur eftir kvikmyndahandritum, oft eftir einhverjum heilalausum aksjónmyndum (ég veit að kvikmyndir hafa ekki heila, þetta er bara myndlíking) og bækurnar verða ábyggilega heilalausar eftir því.

Mér blöskraði samt ekkert smávegis þegar ég var að skoða mig um í bókabúð í dag og rakst á þessa bók:

Great expectations
eftir Jón Jónsson
byggt á kvikmyndahandriti Jónu Jónsdóttur
sem er byggt á skáldsögu Charles Dickens.

Er þetta ekki orðið full útvatnað? (ath. nöfnin á höfundunum eru ekki rétt ef einhver var að velta því fyrir sér (nema þá mögulega Charles Dickens náttúrulega))

Myndin sem þetta var byggt á er þessi nýjasta, nútímaútgáfan sem var með Ethan Hawke ef mig misminnir ekki.<br><br>——————————
- <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)
——————————