Loksins komið áhugamál fyrir BÆKUR!!
Ég ætla að segja ykkur frá bók sem ég las um daginn:
Þetta er bókin Kæri herra Guð þetta er hún Anna eftir Fynn.
Þessari bók er oft, af misskilning, komið fyrir í barnarekkum, eða sem Guðfræðirit, en hun er hvorugt.
Bókin er um ungann mann sem “finnur” litla stelpu á götunni sem á hvergi heima. Hann býður henni að koma og búa hjá sér og móður sinni. Bókin snýst um sambúð þeirra og sérstaka sambandið sem þróast á milli þeirra.
Anna er greinilega mjög huxandi og gömul sál, hún finnur Guð sinn á sinn eigin hátt í náttúrunni og í gegnum vísindi. Vægt til orða tekið er þessi bók snilld og skilur mann eftir í miklum pælingum. Ég vona að þið sem flest lesið hana =)