Nornabækur já. Ég reyndar benti þér á þetta líka á öðrum þræði en ég veit ekki hvort þú tókst eftir því. Þetta reyndar byggist allt upp á því hvort þú lesir bækur á ensku því þessar bækur sem ég ætla að minnast á eru ekki til á íslensku.
Það eru til mjög flottur bókaflokkur eftir Anne Rice (sem skrifaði Interview with the vampire) um Mayfair nornaættina. Mér finnst þessar bækur betri en vampírubækurnar hennar. Þær fjalla um nornir í suðurríkjum Bandaríkjanna, og fléttar saman frásögum úr fortíðinni við aðalsöguþráðinn í nútímanum. Bækurnar eru þrjár:
The Witching Hour
Lasher
Taltos
Byrjaðu á Witching hour, og sjáðu til hvort þú fílir þetta, það kemur mjög fljótt í ljós held ég. Hún er reyndar yfir 1000 blaðsíður í kilju, en láttu það ekki aftra þér ;-).<br><br>——————————
- <a href="
http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)