Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut er ein undarlegasta og jafnframt ein besta bók sem ég hef lesið. Sagan fjallar um mann að nafni Billy Pilgrim sem er laus í tíma. Það er, hann flakkar um í sínu eigin lífi. Allt frá þeim tíma þegar hann var tekinn til fanga í seinni heimstyrjöldinni að því þegar hann var tekinn til fanga af geimverum og settur í dýragarð þar með klámmyndaleikonu. Frá einu atvikinu til annars er sagt frá lífi hins ótrúlega Billy Pilgrim sem miðað við ótrúlegheit lífs hans var óvenjulega venjulegur maður, þar til að hann fór að segja öllum frá ævintýrum hans með geimverunum.
Bókin var kvikmynduð af George Roy Hill (leikstjóra Butch Cassidy and the Sundace Kid og The Sting) en kvikmynda útgáfuna hef ég ekki séð. Þetta er stórskemtileg og stórfurðuleg bók en einnig stórgóð.