Vá, það er eiginlega eki hægt að velja bara eina bók. Það er svo erfitt að gera upp á milli.
Ég er náttúrulega mikill HP-nörd, hef lesið allar bækurnar mörgum sinnum.
Svo er auðvitað DaVincilykillinn og sömuleiðis Englar og Djöflar eftir Dan Brown.
Núna er ég að lesa Vesalingana eftir Victor Hugo - búin mað fyrstu bókina og mæli með henni.
Á meðan ég er í prófunum er ég að lesa Bróður minn Ljönshjarta eftir Astrid lindgren. Hún er nátúrulega snilld eins og allar hinar bækurnar hennar.
OK, þetta er ekki hægt. Ég verð í allan dag að þessu. En uppáhaldsbækurnar mínar eru miklumiklumiklu fleiri.