Leitun að bók
Fyrir um 4 árum ramabði ég á bók sem ég hef lesið oftar en nokkra bók. Það er ævintýra saga sem heitir Dragoncharm og er eftir kappa sem heitir Graham Edwards. Ég var svo heillaður af þessari bók að ég óskaði að framhöld væru til, fyrir nokkrum mánuðum komst ég að því að bókin sem ég á er aðein fyrsta bókin í trílógíu. Mig sárlangar í hinar 2 bækrunar en hef enga hugmynd um hvar þær er að finna, kannski með heppni veti einhver hérna hvar ég get náð í þessar sögur :)