“Þau lögðu hendur hvort um hálsinn á hvoru öðru, hrærðum sáluhjálplegum atlotum, eins og verður þegar göfugmennska og þakklæti fléttast saman við ást. Jafnvel meðal kommúnistiskra elskenda eru peningar einkennilega djúptækrar þýðingar. Þessi verðmæti eru ófrávíkjanlega tengd mergnum í beinum fátæklingsins, þýðing þeira er samrunninn kvikunni í lífi hans, gjöf þeirra og þága er jafnvel enn djúpsettari að alvöru en sá samruni tvenns konar blóðs sem fram fer undir jarðarmeni náttúrunnar. Bundiní þessu tákni er ævin sjálf með allri viðleytni sinni, andvökunóttum, svita og erfiði í ýmsum veðrum; fortíð og ókomin tíð mætast á stund þessarar gjafar: gjöf liðinnar tíðar sem fyrirheit ókominna daga; og þau vissu það bæði; og elskuðust heitara en nokkru sinni fyrr á þeirri stund sem hann hvarf úr herbergi hennar”
vá skilur einhver þetta? Íslenskukennarinn minn gat eki einu sinni útskýrt þetta fyrir mér. Ég hef lesið margt eftir Halldór Guðjónsson frá Laxnesi og allt hefur það verið ólýsanlega leiðinlegt. Maðurinn er virkilega ofmetinn; og afhverju fékk þessi afspynuleiðilegi og yfirlætisfulli maður Nóbelinn? Hann skrifar kannski fallega orðaðar bækur en þær eru hreint út sagt leiðinlegar og það ætti ekki að gefa honum séns með stafsetninguna…