Ég hef lesið þessa bók, reyndar fyrir nokkrum árum. Mér fannst hún heilt yfir nokkuð þung, en þó voru kaflar í henni mjög áhugaverðir og minna þungir. Þessi bók er svona nokkurs konar sjálfsævisaga Hitlers fram til 1924 (ef ég man rétt) og sýnir með ágætum hætti hvaða umhverfi mótaði Hitler. Ef hins vegar menn vilja kynna sér ævi Hilters fram til 1924 þá mæli ég með bókinni Að hetjuhöll eftir Þorstein Thorarensen, sem gefin var út árið 1967. Frábær bók.