Mér datt í hug þegar ég sá nýjustu könnunina hérna að ég hafði aldrei séð kork um bókina 40 vikur, sem er by the way ein besta unglingabók sem ég hef lesið. Ég er ekki mikið fyrir unglingabækur, og hef aldrei verið, en þessi bók heillaði mig algjörlega. Ég held ég hafi lesið hana að minnsta kosti 4 sinnum, örugglega oftar samt, en ástæðan fyir því að mér líkar svona vel við þessa bók er sú að höfundurinn, Ragnheiður Gestsdóttir (minnir mig allavegana),lýsir bæði tilfinningum og atvikum svo fullkomlega. Maður finnur hræslu aðalpersónunnar Sunnu þegar eitthvað er að, og gleðina þegar allt kemst í samt lag. Ég mæli hiklaust með þessari bók, og þá sérstaklega fyrir stelpur á aldrinum 14 og uppúr.
Kveðja,