Já, sammála, ég er líka fyrir svona spooky og spennandi sögur, helst einhver rómantík líka :o)
Kent-sagan er um franskan mann, Philip, sem fer til Englands að heimta arf sem hann á (faðir hans var aðalsmaður, en móðir hans var frönsk leikkona, sem þótti næstum eins og vændi á þessum tíma). Philip verður svo að flýja England og heldur af stað til Ameríku og tekur þátt í sjálfstæðisbaráttunni þar. Já, sagan hefst í kringum 1770. Svo er þetta ættarsaga, næstu bækur fjalla um afkomendur Philips. Þetta eru mjög skemmtilegar og vel skrifaðar bækur, gerast á áhugaverðum tímum, og það er ekki verra að maður lærir slatta um stofnun og sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna ;o) Ég hef reyndar bara lesið 5 bækur í þessum flokki, hinar hafa alltaf verið í útláni. Ég fæ þessar bækur á Bókasafni Kópavogs, en það eru til nokkur stykki á Sólheimasafni.
Í Sjörnu-Róman eru ekki framhaldsbækur, þar eru margar sjálfstæðar bækur eftir marga mismunandi höfunda, (meiraðsegja ein frá Íslandi) og þær fjalla allar um það sama; ástina. En í þessum bókaflokki eru nokkrar bækur eftir Margit Sandemo.
Ég gleymdi líka að benda þér á einn bókaflokk; Ástralíufararnir. Mér fannst það reyndar ekki svo skemmtilegar bækur, en það hafa ekki allir sömu skoðun!! Þetta eru bækur um enska stelpu á 18. öld sem er tekin fyrir þjófnað sem hún framdi ekki, og er send á fangaskip til Ástralíu og sagt frá lífi hennar þar. Þessar bækur fékk ég á Kópavogssafni líka!! Enjoy!!!
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.