Ég byrjaði þegar ég var u.þ.b. 10 ára að lesa bækur sem kölluðust Ógnaröfl, eða Broken Sky á ensku. Þetta er það nálægasta sem ég hef nokkurn tíman komist því að lesa manga. Þessar bækur eru ekki manga þar sem þær eru ekki myndasögur, en samt sem áður alveg frábærlega góðar. Þær eru skifaðar af einum Chris Wooding (að ég held) og það sem mér fannst svo skrýtið er að allar persónurnar eru með japönsk (eða kínversk, eða bara eitthvað sem líkist því..) nöfn og hétu hluti eins og, ‘Riyushi, Kia, Banto, og Takami’.
Ég var bara að velta fyrir mér hvort einhver hér hafi lesið þetta?