Hæ allir saman :)… Ég ákvað að kíkja á þetta áhugamál núna, gá hvort að hér væri umræða um einhverja skemmtilega bók sem ég hef lesið! En ég rakst ekki á neina - leitaði ekkert rosalega mikið, svo að ég ákvað að koma með smá umræðu :)…
Fyrir jólin 2003 kom út bók eftir Þorgrím Þráinsson, Svalasta 7an. Hún fjallar ekki um David Beckham, ef einhver hefur haldið það :D… Mér, persónulega, fannst hún ROSALEGA fyndin, kannski soldið löng, en ég hef lesið hana 3-4 sinnum. Hún er s.s. fyndin, skemmtileg, kemur á óvart ooog fær örugglega einhverja til að gráta ;)…
En nóg um hvað mér finnst, hvað finnst ykkur lesendur góðir?
E.S. Mig langar líka til að vita hvort einhverjir hafa lesið eldri bækur eftir hann? Eins og MITTERÞITT, TÁR, BROS OG TAKKASKÓR eða margt býr í myrkrinu :)?