Það er enginn útgáfuréttur, held ég, á þjóðsögunum, ekki frekar en á Grettis sögu eða Njálu. Enda fellur útgáfuréttur niður 50 árum eftir dauða höfundar. Hins vegar fellur sá hluti höfundarréttar sem kallast sæmdarréttur aldrei úr gildi. Þessi réttur kveður á um að höfundur verks á rétt á heiðrinum sem af því hlýst, hann á tilkall til þess að verkið sé eignað honum og hans sé getið þegar það er gefið út. Og þessu fylgir að enginn má eigna sér hugverk annarra manna eða láta sem hann hafi samið þau eða gefa það í skyn. (Hugverk eru m.a. sögur, ljóð, kenningar, tilgátur, túlkanir, hugmyndir, röksemdafærslur, þýðingar…).
Það er þá nokkuð ljóst að þú mátt ekki taka hluta af þjóðsögu beint upp í þína eigin sögu og láta sem þú hafir samið hana. Og það breytir engu þótt höfundur þjóðsögunnar sé ókunnur; þú værir eftir sem áður að eigna þér eitthvað sem ekki er þitt.
Á hinn bóginn leyfist mönnum að endurskapa efni byggt á öðru efni. Þannig er leikritið <i>Galdraloftur</i> byggt á þjóðsögunni um Galdra-Loft. Enda þykist höfundur leikritsins ekki semja söguna heldur einungis leikrit byggt á sögunni, viðurkennir skuld sína við upprunalegu söguna og notar ekki orðrétta kafla úr þjóðsögunni. Þannig virðist vera leyfilegt að aðlaga verk t.d. að leiksviði.<br><br>___________________________________________________________________
<b>“Nec unum hoc scio, me nihil scire: Coniectio tamen nec me, nec alios.”
Franciscus Sanchez (1551-1623)
- Aut tace aut loquere meliora silentio -</
___________________________________