Ég tók þær alltaf í skólanum, en fer nú bara á Sólheimabókasafn.
Vinkonur mínar voru alltaf að stríða mér vegna þess að ég las þær!!!
Mér finnst þessar bækur æði, sorglegar, fyndnar og spennandi í senn. Þær fjalla um ætt Þengils hins vonda, sem gekk fyrir mörgum öldum út í eyðimörkina og seldi Satan sál sína.Hann var ættfaðir Ísfólksins. Þengli var lofað jarðneskum gæðum ef að minnst einn afkomenda hans í hverri kynslóð gengi í þjónustu djöfulsins og ynni illvirki. Það átti að þekkja þá á gulum augunum og yfirnáttúrulegum hæfileikum. Einhvern tímann átti sá að fæðast, sem réði yfir meiri krafti en nokkru sinni hafði sést á jörðinni.
Bölvunin átti að hvíla á ættinni þar til menn fyndu staðinn þar sem Þengill hinn illi gróf niður pottinn sem hann notaði þegar hann gerði seyðinn til að mana fram Satan sjálfan.
Það segir þjóðsagan.
Bækurnar eru 47 talsins (ég er á 8. hehe) og eru skrifaðar af hinum frábæra norska rithöfundi Margit Sandemo. Hún hefur skrifað margar framhaldssögur en hún skrifaði þessar bækur eftir beiðni norska útgáfufyrirtækisins Bladkomopaniet.
Hver sá sem ekki hefur lesið þessar bækur ætti að drífa í því, þetta eru með bestu bókum sem skrifaðar eru!!
————————————————