Góðan daginn. Eins og margir bókaáhugamenn, þá hef ég í gegnum tíðina safnað aðeins of miklu af bókum. Sumt er ég búinn að lesa og veit að ég les ekki aftur, og annað veit ég að ég á aldrei eftir að lesa. Allar þessar bækur taka bara pláss hjá mér, ég tími alls ekki að henda þeim, og á ekki von á að ég fái neitt fyrir þær á fornbókasölu.
Ég hef því stundum leyft stráknum mínum að halda lítinn bókamarkað fyrir utan hverfissbúðina, og selja þetta allt saman á 50 kr. stykkið, og hefur það nú barasta gengið vonum framar.
Það sem mest er um vert er að honum finnst þetta skemmtilegt, og bækur sem annars myndu rykfalla og týnast i kössum hjá mér finna sumar hverjar áhugasama eigendur. Það er helst að slatti af Science Fiction bókum fari ekki út, og datt mér því í hug að láta ykkur bókafíkla vita af þessu. Einnig er eitthvað um sálfræðibækur, reyfara, MAD bækur, kennslubók í finnsku og margt fleira.
Ef ekki verður hávaðarok og helliriging á morgun (sunnudaginn 28. mars) á ég því von á að strákurinn verði fyrir utan sjoppuna í Suðurveri milli klukkan 2 og 4. Hver einasta bók selst á 50 kr, fyrir utan Time Quartet seríuna eftir Madeleine L'engle, sem er box af 4 barnabókum á ensku, og fer á 1000 kall ef ég er heppinn.
Af Science Fiction sem er á boðstólum má nefna ca 30 eintök af Analog frá 9unda áratugnum, Larry Niven og Jerry Pournelle, A.E. van Vogt, Terry Pratchett og Neil Gaiman, Greg Bear.
Stuðkveðja, Magnús og Daníel Hrafn Magnússon