Tóti og Fía.
Fía og Tóti voru hjón og mjög ólík Tomma og Línu. Þau eru mjög nísk og frekar leiðinleg og þá aðalega hún. Tóti var hávaxinn en varð bognari með árunum og undirgefnari ganvart Fíu. Hann var með tvær stórar hendur, var frekar feiminn og átti til með að drekka en þoldi það illa auk þess var hann alltaf barinn af Fíu í hvert skipti sem hann datt í það. Fía var lítil og feit, frek og nísk. Þau eru einhliða manngerðir og eru kynnt til sögu með allsherjar kynningu.
Það var frægt innan fjölskyldunar hvernig þau kynntust. Þau hittust fyrst á balli í Reykjavík. Fía hafði fengið að fljóta með bíl sem var á leiðinni með kálfa í slátrun. Um kvöldið fór hún á ball og var ekkert að punta sig fyrir það var með mjólk í hárinu og blóð í fötunum. Fía var eina konan á staðnum sem veitti Tóta einvern áhuga. Þau enduðu út í porti þar á fullu. Hún varð ólétt og það fór ekki á milli mála hver faðirinn var. En Tóti var mjög þver og harðneitaði öllu. Barnið fæddist og var það hraustur drengur og var hann gefinn barnlausum hjónum í Reykjavík.
Ári síðar að þau hittust fyrst voru þau bæði stödd á sama stað og viti menn sagan endurtók sig. Og já hún varð aftur ólétt. En þarna gat Tóti ekki neitað og þau giftust.
Þegar hann geggst við öðru barninu hætti hann á sjónum og þau stofnuðu heimili. Þá drakk hann mikið og var vondur við Fíu. En hún var frek og þrjósk og gafst ekki upp, en með tíð og tíma varð hann feiminn og smjaðurslegur við hana. En 3 – 4 daga á ári fékk Tóti kjark og drakk sig fullann. Þá barði hann Fíu, braut húsgögn og hélt reiði ræðu yfir öllum á heimilinu. Síðan sofnaði hann. Hann vaknaði síðan við hræðilegan sársauka. Þá var Fía að berja hann með blautum gólftuskum. Þá var allur kjarkur horfinn og hann grét og bað um miskunn.
Þau áttu fjóra syni um ævina sá elsti, þessi sem var gefinn var best gefin af þeim bræðrum. Hann var líkur Tóta en samt fríður, prúður og drengilegur. Hann varð kunnur fyrir íþrótta mennsku á yngri árum, varð landsliðsfyrirliði og síðan þjóðhetja sem skipstjóri hjá landhelgisgæslunni. Tóti geggst við drengnum með tíð og tíma en hann vildi ekkert með föður sinn hafa enda ástæða til. Gummi var næst elstur. Hann var verulega líkur móður sinni, þótti sérvitur. Þegar hann varð fullorðinn var konan hans tíður gestur á slysadeildinni með alskyns andlits áverka. Gosi var nákvæm eftir líking af móður sinni. Hann var skilinn útundan sem krakki, var sérvitur og gekk illa í skóla. Hann var jafnaldri Danna. Manni var yngstur eða alveg 15 árum yngri en Gosi.
Æskuminningar Tóta voru gríðalegar. Þegar hann var nánnast ungabarn var hann látinn þræða smokkfisk á snæri í óupphituðum skúr með vatn og ís upp að mitti, blóðugur og kaldur á höndunum. Síðan um leið og hann varð nægilega gamall þá var hann látinn róa út í hvaða veðri sem var á opnum báti og ekkert var spáð í það að hann hafði staðið í beitiskúrnum allann daginn, og plús mörg önnur störf sem þurfti að leysa.
Fía og Tóti voru rík hjón. Hún og bróðir hennar höfðu átt jörð á Suðurnesjum sem foreldrar þeirra systkini höfðu átt. Foreldrar þeirra höfðu flutt frá bænum en dáið stuttu seinna. Og nú gat hvorugt þeirra systkina rekið búið. Svo það vildi svo heppilega til að Norðuratlantshafsbandalagið hafði áhuga á þessari jörð. Þau seldu sambandinu jörðina og urðu rík. En þrátt fyrir peningana voru þau hjónin órtrúlega nísk, eða aðallega Fía sem ég held að hún hafi bara stjórnað honum Tóta með frekju og ótta hans við gólftuskur. Þau áttu leynihólf í banka í útlöndum þau áttu líka fjárfestingar í eignum og hlutabréfum.
Níska þeirra var skuggaleg. Gosi þurfti t.d. að vera með tannpínu í heilt ár áður en farið var með hann til tannlæknis. Einu jólagjafirnar þeirra til strákanna sinna voru gömul og ljót hlífarföt sem Fíu tókst að kaupa á ofur – lágu verði og allt annað var óþarfi. Þess vegna átti enginn þeirra nokkurn tímann leikfang. Einu bækurnar sem nokkurn tímann voru lestnar fyrir drengina voru bankabækur. Og já aumingja Tóti þurfti að vinna við skurðagröft þrátt fyrir alla þessa peninga því ekki mátti snerta þá og alltaf var Fía jafn hrædd um að peningunum hennar yrði stolið eða sviknir út úr henni. Hana dreymdi jafnvel martraðir um það.
Þau fluttu í Rafmagnsveitublokkina og það var besti kostur þeirra því Tóti var að vinna hjá rafmagnasveitunni. Sú íbúð var lengi nánast fokheld þar til hún fékk dellu fyrir gömlum og rándýrum húsgögnum. Þá var hlaupið út um allann bæ í leit af þeim og það skipti engu máli hvort það átti við annað sem þau áttu fyrir.
Þau fáu skipti sem eitthvað kom inn á heimilið til munaðar var barist um það. Þrátt fyrir ótrúlegan aldursmun stóðu feðgarnir fjórir mjög jafnt. Þetta endaði oft illa t.d. með heilahristingum, sárum og spítalaferðum. Það voru alltaf sömu slagsmálin. Þá var keyptur kassi af Coca Cola. Það var barist um hverja Coce flöskuna á fætur annari. Í þessu var Gosi bestur. Hann bara opnaði á sér vélindað, þannig að hann þurfti ekki að kyngja. Hann lenti einu
sinni illa í því á þessu. Hann þambaði svo mikið að maginn á honum fylltist og gosið fór að flæða inn í lungun. Hann ældi og það bjargaði lífi hans.
Það var varla fyndið hversu illa Fía fór með Tóta. Fía gerði hann með árunum að hoknum gömlum manni sem hlýddi öllu sem hún sagði. Hann fór jafnvel út í búð til að kaupa nýja gólf tusku eftir að Fía var búin að eyðileggja þá gömlu á því að berja Tóta. Hann þorði ekki að óhlýðnast henni með neitt nema í mjög fá skipti. Eitt af þessum fáu skiptum var þegar hann tók naglana sína til að smíða mörk fyrir Kára fótboltaliðið. Þá hrifsaði hann þá af henni þannig að hún datt í gólfið og meiddi sig.
<br><br>But my live is a well
with no bottom
and no end.
´´I am a vampire, down to
the core.
One of those forgotten grate men
who will suffer again
and again.
Entrnal laughter, but smile no more!´´