Tara er frekar óvenjuleg bók en hún nær manni frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu.
Hún segir frá Unnari sem hefur verið lagður í einelti eftir slysið. Besti vinur hans Konni er kominn í hjólastól eftir hörmulegt slys fyrir þrem árum. Unnar fer allt í einu að sjá stelpu. Hún segist heita Tara og vill að hann hjálpi sér. Unnar fellur í dauðadá eftir smá hrekk frá strákunum sem stríddu honum. Hann var ára. Tara og Unnar reyna að fara að ná í Konna. Konni fellur í dauðadá. Tara vill að þeir ferðist með henni til framtíðar og fortíðar og hún segir þeim frá öllu sem átti eftir að gerast. Hvernig ósonlagið átti eftir að þynnast og baráttan um hið góða og hið illa, segir frá hver vinnur og segir líka frá þegar fer að geta orðið af árum, eins og þau eru núna. Þeir ákveða að fylgja Töru til framtíðar, því að þeir eru þeir einu sem geta það. Því að þeir eru skyggnir.
Þetta er ein besta bók sem ég hef nokkru sinni lesið. Hún er frekar óhuggnarleg ef maður fer að spá aðeins í hana.
-Eru fleiri í kringum okkur en augað nemur?-