JUNK = HEROIN = BLISS = DESPAIR (aftan á bókarkápu). Júps, ég hef lesið hana. Ég var einmitt að pæla í hvort svona bók yrði nokkurn tíma þýdd á íslensku. Eiturlyf, o.þ.h. Sérstaklega þar sem reynslan er (alla vega í fyrstu) jákvæð. Easy Rider án mótórhjóla og gresjunnar, í “múrsteina-slömmi” á Englandi. Það sem ég held að myndi hneyksla íslenska lesendur einna mest er sú staðreynd að ein persónan í bókinni virðist njóta þess að selja líkama sinn. Melvin Burgess er óskaplega vinsæll í Bretlandi og fékk bæði Guardian Fiction Award og Carnegie Medal fyrir þessa bók. Og ef minnið bregst mér ekki, fékk hann heiðursverðlaun í fyrra.