Launhelgi lyganna er átakamesta bók sem ég hef nokkurn tíman lesið.
Bókin er reynslusaga íslenskrar konu sem beitt hafði verið ofbeldi (andlegu-, líkamlegu- og kynferðislegu) af föður sínum og stúpföður. Í bókinni kemur meðal annars fram hversu djúp sár misnotkun getur skorið í eina sál og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér.
Konan sem skrifar bókina er þó ekki á neinni leið með það að ná sér og skrifar bókina MJÖG reið.
Ótrúleg bók sem hefur mikil áhrif á bæði konur og karla, ég mæli tvímælalaust með henni…
Ég mæli þó ekki með því að neinn undir 14 ára aldri eða fólk með viðkvæma sál lesi bókina.