Hvað er þetta með Harry Potter?
Ég skemmti mér vel þegar ég les Harry Potter. Reyndar betur og betur eftir því sem bækurnar verða fleiri og ég vona að það haldi þannig áfram. Það er eitthvað við Harry Potter sem fær mann til að halda áfram að lesa. Ég man þegar ég var að lesa þá fjórðu og ætlaði að hætaa eftir þennan kafla, svo las ég anna og annan og enn annan. Þið sem lesið Harry Potter vitið kannski hvað ég á við. Það skrýtna er að af öllum bókum um galdra þá urðu þessar vinsælastar. Ég held að hugsanlega sé ástæðan sú hvað fólk á auðvelt að setja sig í sömu spor og sumar persónurnar. Það er eins og galdra veröldin sé í raun bara endurspeglun á lífi okkar “mugganna.” Það er kannski það sem að fólki líkar. Svo er sagan spennandi, fyndin, skemmtileg og heldur lesandanum við efnið frá fyrstu síðu fram á þá síðustu. Bækurnar verða sífellt lengri og maður fer að óttast að maður gefist upp á að lesa númer 5 sem á að vera enn lengri en nr. 4 en þegar á hólminn er komið gleymir maður sér alveg. Það er að minnsta kosti mín reynsla.