ég var að lesa bók “Umkomulausi drengurinn” hún er framhald af bókinni Hann var kallaður þetta. ég byrjaði á henni og ég festist alveg í henni, hún er um strák sem er beittur ofbeldi af móður sinni hún hefur barið hann og verið vond við hann frá því að hann var 4 ára en hún gerir ekkert við bræður hans.
en í þessari bók sleppur hann hann fer á heimili sem er fyrir krakka sem hafa verið beitt ofbeldi á heimili sínum.
hann ferðast á milli fósturheimila og síðan þarf hann að fara fyrir rétt vegna mömmu hans.
ég hvet alla til að lesa þessa bók hún er geggjað skemmtileg en ég bara skil ekki hvernig foreldrar geta farið svona með börnin sín, þessi bók er sannsöguleg (lesið fyrst hann var kallaður þetta, annars fattið þið ekkert í hinni bókini)
kv. ubbu