Þetta hefur áreiðanlega verið rætt áður en…
Kem samt með þetta ;)
Hvaða bók munduð þið segja að væri ykkar uppáhaldsbók og hvers vegna? Er þetta líka besta bók sem þið hafið lesið?
Ég veit að þegar stórt er spurt er fátt um svör :)
Nú get ég ekki einu sinni verið með! Ég á bara uppáhaldshöfunda en enga sérstaka uppáhaldsbók. Held samt að ein besta bók sem ég hef lesið hafi verið Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttir. Ég man að hún greip mig þvílíkum heljartökum. Verð endilega að dusta af henni rykið og lesa hana aftur. Ég les aldrei bækur oftar en einu sinni því það er einfaldlega svo mikið að lesa!<br><br><a href="http://www.rithringur.is">Rithringur.is - Vettvangur fyrir rithöfunda</a