Kvöldið,
Hin síðari ár get ég nú varla hafa talist mikill lestrarhestur, en þegar ég hef tíma finnst mér samt gott að geta slappað af með góða bók í hönd.
Ég ákvað því að lesa Sölku Völku eftir Halldór Laxness og lesa hana. Persónulega fannst mér hún ekkert sérlega góð, en hvað veit ég svo sem? Ég ræddi aðeins við íslenskukennarann minn og var hann alveg sammála mér að honum fannst ekki mikið til Sölku Völku koma, í samanburði við önnur verk sama höfunds.
Hann ráðlagði mér að lesa Íslandsklukkuna eða Sjálfstætt fólk frekar. Honum þótti þær vera skemmtilegra og ég hugsa að ég verði að vera sammála honum eftir að hafa lesið Íslandsklukkuna.
Þessi bók er í kennslu hjá árgangnum fyrir ofan mig í skólanum og lét hann mig hafa blað með ritgerðarefnum sem að þau eiga að glíma við. Hann var svo yndislegur við mig kennarinn að leyfa mér að skrifa ritgerð um einhver efnanna sem eru á því blaði og láta það gilda upp í stað verkefnis sem ég náði ekki að vinna í vetur sökum veikinda. Ég kann vel að meta svona sanngjarna kennara og langar að þakka honum fyrir með góðri ritgerð.
Þetta er efnið sem ég ætla að vinna með:
“Spurt hefur verið hvers konar saga Íslandsklukkan sé. Sumir segja að hún sé saga Jóns Hreggviðssonar, aðrir halda því fram að hún sé saga Arnasar Arneusar og enn aðrir telja hana vera sögu Snæfríðar Íslandssólar. - Takið afstöðu með einhverju þessara viðhorfa og færið haldbær rök fyrir máli ykkar.”
Mig langaði að athuga hvort að þið gætuð hjálpað mér með að koma með hugmyndir um það sem ég gæti skrifað um. Það væri frábært ef þig gætuð póstað inn nokkrum línum.
Kveðja,
Nonni