já…
ég vinn á bókasafni kópavogs (ekki aðalsafninu reyndar), og ég veit ekki til þess að hafa nokkurn tíma verið dónalegur við viðskiptavini (nema einu sinni einhverja krakkaorma sem voru með þvílík læti og neituðu að hætta því… en það er undantekning), en ég veit auðvitað ekki hvernig þetta er uppi á aðalsafni. mér finnst leiðinlegt að heyra að það sé leiðinlegt starfsfólk þar, þótt það hafi verið ágætt í þessi skipti sem ég hef hitt þau.
reyndar fer rosalega mikið eftir því hvernig fólk kemur fram við mann hvernig viðmótið er. ef fólk er svakalega fúlt og leiðinlegt þegar maður er að afgreiða það (kemur sem betur fer ákaflega sjaldan fyrir) er oft erfitt að vera eiturhress, þótt maður passi auðvitað að vera aldrei með einhvern dónaskap.
að lokum vil ég biðja afsökunar ef ég hef einhvern tíma verið dónalegur við einhvern hérna… kurteisi blívur, verum næs hvert við annað!
-e<br><br>——
Some people are wise, some people are otherwise.
-Oscar Wilde
We're chained to the world and we all gotta pull!