Ég hef verið að lesa þessar greinar/korka sem hafa komið inn nýlega um starfsfólk bókasafna og ég verð nú bara að segja eins og er að ég hef aldrei nokkurn tímann lent í þessu, að starfsmenn séu beinlínis dónalegir við mig eins og aðrir hafa lýst. En ef þetta er reyndin þá mæli ég með því við þá sem geta (og eru á höfuðborgarsvæðinu) að fara á aðalsafn borgarbókasafnsins á Tryggvagötu, þar vinnur það indælasta starfsfólk sem ég hef hitt, og þar vilja allir allt fyrir mann gera.
Auðvitað eigið þið samt ekki að þurfa þess, heldur eigið þið bara að kvarta við yfirmenn þessara dóna!!! og hananú.
Ef þið viljið það ekki er safnið á Tryggvagötunni málið
Eva