Ég er ein af þeim sem ekki hef haft mikinn áhuga á íslenskum bókmenntum. Og það er einfaldlega vegna þess að ég hef ekki verið nógu dugleg að kynna mér efni íslenskra höfunda. Ég held að það sé mjög algengur hugsunarháttur í okkar þjóðfélagi að íslenskt er eitthvað verra. Einhvern veginn fannst mér að það væri ekki hægt að skapa spennandi heim með íslenskum grunni. Þvílík meinloka. Það sem opnaði augu mín var Bók Arnalds Indriðasonar “Synir Duftsins”. Var búin að lesa nokkrar barnabækur eftir íslenska höfunda en ekkert af spennusögum. Gaman væri að vita hvort einhver kannast við að hafa haft eða hefur meinloku gagnvart íslenskum rithöfundum :)
————————————————- —————–
Nanny Ogg looked under her bed in case there was a man there. Well, you never knew your luck.
– (Terry Pratchett, Lords and Ladies)