Mér fannst fyrsta bókin skemmtilegust held ég. Ég á þær allar en mér finnst þær ekkert súper. Þessi númer tvö fannst mér svoldið þreitandi til lengdar. Svona ohh ég er svo feit, ég verð að æla smá, úps Anna má ekki sjá mig, ojj ég er eins og svín, ég er svo feit….blablabla…
nokkrar vinkonur mínar eru búnar að lesa þessar bækur og eru alveg sammála með þessa bók þarna Stelpur í Stressi.
En nú kláraði ég Stelpur í Stuði fyrir nokkrum dögum og finnst hún bara nokkuð góð! Ég þoli ekki þegar bækur enda eitthvað rosa illa. Já, svo finnst mér líka mjög skemmtilegar teikningar í bókinni. Þær setja skemmtilegan svip á þetta allt saman!
Það er alltaf verið að segja að hún nái því alveg hvernig unglingsstelpur hugsa og blablabla…stendur meðal annars í gagnrýninni aftan á bókinni og þannig, en ég persónulega þekki engar stelpur sem hugsa svona.
Það er samt ágætt að lesa um þessar rugluðu stelpur í Bretlandi.
En ef einhver hérna er ekki búin að lesa þessar bækur og ætlar að gera það mundi ég byrja á fyrstu en ekki t.d. annari því þessar bækur verður að lesa í röð. Og alls ekki sleppa annarri bókinni þó að (mér finnst) hún sé frekar slöpp. Hún er svosem ágæt á köflum og skiptir stóru máli ef þú ætlar að lesa þriðju.