ástin og merkin
Ég á bók sem sýnir samskipti merkjanna í ástum(þ.e.a.s. stjörnumerkjanna) en svo sá ég eina miklu ítarlegri bók um samskipti merkjanna og keypti hana. Það sem er satt og rétt með mig sem Meyju og hann sem Krabba, er að það hefur komið upp pirringur og nöldur á milli okkar (eins og í mörgum öðrum samböndum), en lýsingin á ástæðunum fyrir nöldri á pirringi sem getur orðið á milli okkar var nákvæmlega sú sama og hefur verið hjá okkur. En við erum mjög lík og höfum það oftast mjög gott…bæði hagsýn, förum vel með peninga erum sjálfsgagnrýnin ofl. En spenna getur myndast þegar Krabbinn verður hverflyndur og Meyjan skýtur á hann athugasemdum og það er það sem við þurfum að passa ookur á. MEyjan er mikið fyrir ástaratlot og faðmlög, en Krabbinn getur verið kaldur þegar hann er hverflyndur og það er ekki víst að það falli Meyjunni í geð…þá verður hún spennt eða óróleg og hinn næmi Krabbi getur skynjað það og hann verður óöruggur. En ég hef passað mig á að taka honum einsog hann er. Hann er oft pirraður á mömmu sinni líka (sem er Sporðdreki) og pirraður á öðrum í kringum sig líka, þannig að þetta er ekki bara ég. En maður á ekki alltaf að láta bara bjóða sér uppá svona því maður á skilið gagnkvæma virðingu líka. Maður verður að standa með sjálfum sér. Krabbar geta verið mislyndir og hafa allt í einu engan áhuga á að tala við mann og verða MJÖÖÖG þöglir, en svona er fólk misjafnt allt…bæði með kosti og galla :) Ég á núna mjög nánar lýsingar á pörum ef þið hafið áhuga á að spyrja mig að einhverju. Hef kynnt mér merkin í 14 ár ;)