Interview with the vampire, er t.d. æðisleg bók og er fyrsta bókin í Vampire chronicles. Það var gerð mynd með henni fyrir löngu, Tom Cruise, Brad Pitt og Kirsten Dunst léku í henni. Ég tek það fram að Tom Cruise leikur Lestat sem er nákvæmlega sami maðurinn og Lestat í Queen og the Damned. Bara Stuart Townsend sem leikur hann er dökkhærður.
Önnur bókin eftir Anne Ricer heitir Vampire Lestat.
Bækurnar eru tengdar.
Í fyrstu bókinni er vampíra að nafni Louis að segja frá ævi sinni, en í annari bókinni segir sá sem gerði Louis að vampíru frá sjálfum sér.
Ég hef ekki lesið fleiri bækur eftir Anne Rice en allir þeir sem ég þekki sem hafa lesið Anne Rice bækurnar segja að þær séu æði.
Bækurnar eru á ensku, ég hef ekki séð þær en á íslensku og það finnst mér lélegt því þetta eru bækur frá 1984 og það er enn verið að lesa þær.
En þeir sem hafa áhuga á vampírum þá er þetta bókin sem er nauðsynlegt að lesa.
Ég vara ykkur við, Queen of the Damned bókin eftir Anne Rice er ekki nándar eins og myndin, mér fannst myndin góð en það eru ekki margir sem finnast það svo annað hvort er það myndin eða bókin.
Vatn er gott