Ég var að pæla út af því að það fá alltaf allir einhverja bók í jólagjöf hvort að þér langi í bækur. Ég fæ alltaf að minnsta kosti 1 bók í jólagjöf en ég les yfirleitt ekki bækurnar, nema ég hafi einhvern áhuga á þeim, ég hef lesið svona 3 af 14 bókum sem að ég hef fengið í jólagjöf :)

En vinkona mín hún er allgjer lestrahestur og hún les alltaf allt sem að hún fær í jólagjöf og svo fer hún á bókasafnið svona á 2 vikna fresti og tekur þá svona 3 bækur.

Mig persónulega langar ekkert í bækur í jólagjöf svo ég ákvað að spyrja ykkur af þessu!!

Önnur okkar fékk Harry Potter í jólagjöf fyrir svona 3 árum og hefur lesið eina blaðsíðu úr henni og svo er til fólk sem hefur lesið allar bækurnar 3 sinnum, en við hvorugar lesum neitt sérstaklega mikið!!

En lesið þið einhvað gegt mikið???