Það eru til ansi mörg borgarbóksöfn hér í Reykjavík og hafa þau mismikinn safnkost. Aðalsafnið er niðri í Tryggvagötu og er langstærsta safnið. Úrvalið þar er mjög mikið. Borgarbókasafnið í Gerðubergi er með u.þ.b 104.000 eintök, Kringlusafn með um 70.000 eintök, Foldasafn í Grafarvogskirkju með um 59.000 eintök, Sólheimasafn með um 51.000 eintök og svo Seljasafn með um 12.000 eintök. Ekki má svo gleyma bókabílnum sem er á ferð um borgina.
Til að fá nánari upplýsingar er gott fyrir þig að fara á www.borgarbokasafn.is því þar er hægt að fá góðar upplýsingar.
Kveðja,
Tigerlily