Allir eru að tala um hvaða bækur eru á óskalistanum fyrir jólin, en hvað ætla menn að lesa þangað til?
Ég keypti mér nokkrar bækur til að lesa í jólafríinu, því nægur er jú tíminn. Íslenska jólaútgáfan heillar mig ekkert sérstaklega, og svo tími ég heldur ekki að kaupa íslenskar harðspjaldabækur fyrir 3-4 þúsund kall, eða harðspjaldabækur yfir höfuð.

Ég valdi mér nokkrar góðar kiljur:

-The Diamond Age e. Neal Stephenson (eina Stephenson bókin sem mig vantaði)
-Idoru e. William Gibson
-A Good Old-Fashioned Future e. Bruce Sterling
-Startup e. Jerry Kaplan
-On Writing e. Stephen King

Sci-Fi jól hjá mér!