Kæri “djúpi” bókaunnandi
Fyrirgefðu!
Þú ert greinilega Konungur neikvæðra svara og í fávísi minni vissi ég ekki að ég væri að ryðjast áfram á þeim metorðalista, enda fannst mér ég ekki vera neitt neikvæð.
Hvað varðar staðhæfingu þína á hvers vegna fólk les…
(“Folk les ekki bara bok vegna thess ad hun er bok, thad les einhvad sem er vel sett saman einhvad sem situr i manni i lengri tima eftir lesningu og einhvad sem kennir manni einhvad um tilveruna”)
… þá langar mig að benda þér á að fólk er jafn misjafnt og það er margt og les í misjöfnum tilgangi og þú getur bara alls ekki talað fyrir hönd allra, heldur bara sagt þína skoðun á málinu.
Ég er bókaormur og fer létt með að lesa 1 bók á dag og geri það gjarnan ef annríkið leyfir. Nú get ég bara svarað fyrir sjálfa mig og sagt þér að ef ég hef ekkert að lesa þá líður mér beinlínis illa og þá vil ég heldur lesa grunna bók en enga. Ég les nefnilega ekki aðeins til að fræðast heldur líka til að komast í ákveðið hugarástand- skilurðu!?
Svo ég fari enn dýpra í umfjöllun mína á þessu efni (það ætti að vera í lagi þín vegna) þá langar mig líka til að benda þér á að það sem einum finnst algjör snilld og djúpt bókmenntaverk gæti öðrum fundist grunnt og hundleiðinlegt.
Það er líka bara allt í lagi, því það er gott að fólk hafi misjafnar skoðanir og ræði þessar skoðanir, hvort sem það er á netinu eða í eldhúsinu yfir kaffibolla, svo lengi sem þeir geri það af KURTEISI!
Með kveðju,
Gerdam