Þær fást í Pennanum, Mál og Menningu og Eymundsson. Svo er hægt að fá þær á bókasöfnum eða jafnvel lánað hjá vinum eða kunningjum?
Auðveldast er að finna Discworld bækurnar sem gerast á samnefndum stað (eru líka flestar). Þær eru allar sér saga útaf fyrir sig þannig að þú þarft í raun ekki að byrja á bók eitt og lesa þær í þeirri röð sem þær komu út. Flestar Discworld bækurnar skiptast einnig í flokka eftir því hvert aðalsögusviðið er og aðalhetjurnar (Rincewind-, Norna- og watchmenbækurnar svo dæmi séu tekin). Núna hef ég ekki bækurnar nálægt en mig minnir að Colour of Magic sé sú fyrsta.
Svo skrifaði hann Pratchett nálfabækurnar. Minnir að tvær fyrstu hafi verið þýddar á íslensku. Sú fyrsta er Truckers (ísl: Flóttinn), önnur er Diggers og þriðja Wings.
Svo eru fleiri sem eru hvorki um nálfana eða Discwrold. Ef þú finnur einhverja bók eru allmiklar líkur á að á fyrstu síðunum sé listi yfir útgefnar bækur Pratchett. :)