Ilmurinn eftir Patrick Suskind… reyndar þýdd en það er alveg urmull af lýsingarorðum í henni. Og alveg rosalega góð bók í þokkabót.
Svo geturðu náttúrulega lesið ‘Islendingasögurnar. Fullt, fullt af óskiljanlegum orðum:)
Það besta er samt að lesa mikið af allskonar mismunandi bókmenntum. Kannski eina Laxness (Sjálfstætt fólk er mjög góð), eina ævisögu (Björg var svolítið athyglisverð), eina svona vísindaskáldsögu (ekki hugmynd hvað er gott), eina væmna ástarsögu, eina heimspekibók (Veröld Soffíu eftir Jostein Gaarder), eina stríðsögu (’Eg lifi er svona semi-stríðsbók um gyðing. Höfundurinn heitir Martin Gray eða Grey og bókin er mögnuð). Eina spennusögu (Arnaldur Indriðason er víst mjög góður), fornaldarsögu eða hvað það er nú kallað (Þjóð bjarnarins mikla, o.s.frv. eftir Jean M Auel), fræðibækur, ljóð….
'Eg er eflaust að gleyma fullt af flokkum og auðvitað er ég ekki alltaf að mæla með “bestu” bókunum. Eg hef ekki lesið eins mikið og ég vildi hafa gert.
Það er yfirleitt betra að fá víðan orðaforða heldur en að kunna fullt af erfiðum orðum innan takmarkaðs sviðs. Svo er líka meira virði að kunna að nota orðin í réttu samhengi heldur en að kunna fullt af flottum orðum sem maður kann kannski ekki að nota rétt. Quality over quantity! (Hmmmm, búin að lesa allt á ensku og norsku undanfarið…búin að gleyma íslensku). 'Eg ætti kannski sjálf að fara bæta orðaforðann minn.